Við hlökkum til!

Komdu að hlusta á nýjustu rannsóknir í náms- og starfsráðgjöf á Uppskeruhátíð meistaranema á miðvikudaginn.

Bæði er hægt að mæta á staðinn eða vera með á Zoom.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu Félags náms- og starfsráðgjafa

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar

Skráning fer fram hér

Hér er boð á Zoom

Veröld Salur is inviting you to a scheduled Zoom meeting.

Fögnum með verðandi meisturum í náms- og starfsráðgjöf!

Skráning fer fram hér

 

Dagskrá:
Innflytjendur, vinnumarkaður og framhaldsfræðslan

Ljiridona Osmani "Ekkert tengslanet engin vinna" Upplifun menntaðra innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.

Olga Latapí “If I didn't want to coach, I think I'd be screwed”: Migrant athletes’ retirement transition from sports, case of Iceland.

Aðalfundur FNS 3.maí 2023

Á aðalfundi FNS 3.maí 2023 síðastliðinn, var ný stjórn kjörin fyrir starfsárið 2023-2024:

Stjórn FNS:

Jónína Kárdal formaður 

Helga Valtýsdóttir varaformaður

Greta Jessen ritari og fulltrúi norræns samstarfs

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir gjaldkeri 

Jóhanna María Vignir vefritstjóri

Fríða Hrönn Halldórsdóttir meðstjórnandi

Nanna Imsland meðstjórnandi

 

Fræðslunefnd

Hildur Ýr Gísladóttir

Hildur Ingólfsdóttir

Hrönn Grímsdóttir

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa boðar til aðalfundar 3. maí kl. 14:00 næstkomandi í húsakynnum Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Streymi verður í boði fyrir félagsfólk sem kemst ekki á staðinn. Við biðjum félagsfólk um að skrá á eyðublað sem hefur borist í tölvupósti og tilgreina hvort mætt verði á staðinn eða tekið þátt í gegnum streymi .

Gleðilegt sumar !

 

Sumarkveðja 2023

Það tilkynnist hér með að aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 3. maí kl. 14 í sal Flensborgarskólans í Hafnarfirði.
9. grein laga Félags náms- og starfsráðgjafa segir:
,,Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn minnst tveimur vikum fyrir aðalfund og skal stjórnin senda þær til félagsmanna með fundarboði. Til lagabreytinga þarf ¾ atkvæða fundarmanna"

Ertu félagi í FNS og vilt taka þátt í að virkja félagsfólk til trúnaðarstarfa fyrir FNS? 

Bjóddu þig fram í uppstillinganefnd FNS!  Samkvæmt 12. grein laga Félags náms- og starfsráðgjafa skal uppstillinganefnd skipuð. Hún óskar eftir tilnefningum í trúnaðarstörf, nefndir og ráð félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til slíkra starfa og fer kosning fram á aðalfundi ef með þarf.   Í uppstillinganefnd sitja jafnan 3 - 5 aðilar.

,, Þetta er ör á sálinni, þetta fer aldrei". Upplifun þolenda á langtímaáhrifum eineltis í sæku á eigin náms- og starfsferil.

Steiney Snorradóttir - Náms- og starfsráðgjafi kynnir rannsóknina.

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) hefur móttekið bréf frá Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þess efnis að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sjái sér ekki annað fært en að loka vefnum Næsta skref 1. apríl næstkomandi vegna skorts á rekstrarfé.

 

Á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins var rætt um hvernig hægt væri að bregðast við aukinni ásókn í verknám með því að horfa til uppbyggingar á húsnæði.Val um nám er ein þeirra stórra ákvarðana sem einstaklingur tekur á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að framboð og aðgengi að fjölbreyttum námstækifærum og námsupplýsingum sé tryggð.  Félag náms- og starfsráðgjafa fylgist með þróun menntamála þar sem mikilvægt er að miðla sem bestum upplýsingum hverju sinni til ráðþega, hvar sem þeir eru staddir í sinni náms- og starfsþróun.

Pages