Nýkjörin stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa 2022-2023 hefur haldið sinn fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum.  Jónína Kárdal er formaður og var kjörin á aðalfundi í vor.

Á aðalfundi Félags náms- og starfsráðgjafa 23. maí 2022 var ný stjórn kjörin fyrir starfsárið 2022-2023.

ALLIR VELKOMNIR!  Zoom verður í boði

Það er Félagi náms- og starfsráðgjafa F(NS) sönn ánægja að vekja athygli uppskeruhátíð meistaranema sem námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og FNS standa fyrir.Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér

Félag náms- og starfsráðgjafa myndar umgjörð um eflingu náms- og starfsráðgjafar, samheldni og tengsl félagsmanna og fag- og stéttarvitund íslenskra náms- og starfsráðgjafa. Þátttaka félagsmanna í starfsemi FNS er vitnisburður um fagmennsku og hefur ótvírætt leitt til velgengni FNS í fjörtíu ár. 

Aðalfundur FNS 2022 verður haldinn 23. maí klukkan 13:30 á Háskólatorgi Háskóla Íslands HT300 3. hæð. Zoom verður í boði fyrir þá félagsmenn sem þess óska og krækja send daginn áður.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf

Náms- og starfsráðgjöf í Samfélaginu

Þórhildur Ólafsdóttir í Samfélaginu á Rás 1 tók María Dóra Björnsdóttir (þgf) deildarstjóra hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands og Jonina Kardal (þgf) formann félagsins tali í þætti í gær, 11. maí.

Félag náms- og starfsráðgjafa kveður veturinn og tekur fagnandi á móti sumri!

Þökkum félagsmönnum fyrir samvinnu og samveru í vetur 

Brosandi sól

Fjölbrautarskóli Suðurlands stendur fyrir opnu húsi 5. apríl

10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir

Opið hús verður í Tækni­skól­anum fimmtudaginn 31. mars frá kl. 15:00 til 18:00.

Á opnu húsi geta gestir kynnt sér námið og skoðað aðstöðuna. Einnig verður hægt að spjalla við nem­endur, kennara og námsráðgjafa.

Keilir verður með opið hús 2. apríl næstkomandi.

Á opnu húsi er ætlunin er að kynna það námsframboð sem er til staðar í skólanum og einnig er ætlunin að gleðjast í tilefni 15. ára afmælis skólans.

Sjá nánari upplýsingar hér

 

Fræðslunefnd FNS kynnir:

Þriðjudaginn, 22. mars kl. 14:00 - 15:00 býðst félagsmönnum FNS að hlýða á erindi frá VR um stafræna hæfnihjólið.

Pages