Aðalfundur FNS 29. apríl nk. - fundarboð

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn föstudaginn 29. apríl kl. 15 í húsnæði Mímis - Símenntunar, Öldugötu 23. Fyrirhugað er að senda fundinn út með Skype og eru þeir sem eftir því óska vinsamlega beðnir um að hafa samband við undirritaða.

Að loknum fundi verður boðið upp á skemmtiatriði og léttar veitingar. Í framhaldi af því er hugmyndin að fjölmenna á veitingahús í nágrenninu.

 

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar

  2. Ársreikningur félagsins

  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

  4. Nefndarstörf

  5. Umræður og afgreiðsla mála

  6. Kosning í stjórn, varastjórn, fræðslunefnd og fagráð

  7. Lagabreytingar

  8. Önnur mál

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta,

F.h. stjórnar FNS

Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður

 

 

Mánudagur, 18. apríl 2016 - 11:45