AÐALFUNDUR FNS 9. MAÍ

Aðalfundur FNS verður haldinn miðvikudaginn 9. maí nk. kl. 14.30, í húsi Mímis Öldugötu 23.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn í síðasta lagi 24. apríl nk. Hér má lesa lög félagsins http://fns.is/l%C3%B6g-fns
Við auglýsum eftir áhugasömum félagsmönnum til starfa í stjórn, fræðslunefnd, upplýsinga- og kynningarnefnd, fagráðum, kjararáðum og siðanefnd FNS 2018 til 2019. Það er fullt af spennandi verkefnum framundan sem eru allt í senn áhugaverð, lærdómsrík, gefandi og ekki síst skemmtileg.
Hvetjum því félagsmenn eindregið til að bjóða sig fram með því að senda tölvupóst á undirritaða eða á fns@fns.is
Í framhaldi af fundinum munu fræðslunefnd og stjórn standa fyrir smá gleðskap, upplýsum síðar hvað það verður.

Takið frá síðdegið frá og fjölmennið á fund og skemmtun 
Bestu kveðjur,
Ingibjörg 
formaður FNS

Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 17:00