Aðalfundur NFSY

Fulltrúi norræns samstarfs, Margrét Björk Arnardóttir, sótti aðalfund NFSY í apríl 2016. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í ferjunni Viking Grace sem siglir á milli Stokkhólms og Turku í Finnlandi. Á fundinum voru fulltrúar norrænu landanna að undanskildum fulltrúum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Auk aðalfundarstarfa sagði hver fulltrúi stuttlega frá þeim málum sem efst eru á baugi í þeirra landi. Skýrslur hvers lands má finna á heimasíðu NFSY www.nfsy.org

Megin markmið NFSY er að styrkja og standa vörð um náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndunum, að koma á tengslum og samstarfi fagfélaga í náms- og starfsráðgjöf og að koma fram fyrir hönd Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi innan IAEVG. Að þessu sinni situr Raimo Vuorinen, sem er íslenskum náms- og starfsráðgjöfum að góðu kunnur, í stjórn IAEVG fyrir hönd Norðurlandanna. Eitt af umræðuefnum fundarins var fyrirhuguð ráðstefna IAEVG sem fram fer í Madrid í nóvember. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér. Á næstunni verða settar inn hlekkir á heimasíðuna með frekari upplýsingum um NFSY og IAEVG. Fylgist með.

Laugardagur, 16. apríl 2016 - 11:15