Baujan, sjálfsstyrking

Námskeið

Reykjavík: 15. og 22 okt. kl. 13-18
Símey, Akureyri: 29.okt. kl.13-18 og 30.okt. kl.10-15
Fræðslumiðstöð, Ísafirði 12. nóv. kl.13-18 og 13.nóv. kl. 10-15

Kennari: Guðbjörg Thóroddsen, höfundur Baujunnar.
Upplýsingar og skráning : 6996934 eða
bauja@mi.is

Hvað er Baujan, sjálfstyrking? Þúsundir hafa fengið hjálp með Baujunni.
Hver er galdurinn á bak við Baujuna og af hverju virkar hún svona vel?
100 námsráðgjafar og fjöldi annarra fagaðila lært að kenna Baujuna. Sjá: baujan.is

* aðferð til að læra að þekkja tilfinningar sínar.
* aðferð til að læra að stjórna líðan sinni.
* auðveld og varanleg sjálfstyrkingaraðferð.
Stutt lýsing: Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Fjallað er um aðferð, hugsun og uppbyggingu sem Baujan byggir á. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta þessa aðferð til uppbyggingar skjólstæðinga sinna eða sjálfra sín.
Viðfangsefni: Tilfinningakennsla og þjálfun. Farið er yfir grunntilfinningar og kennd leið til þessa að vinna úr þeim og komast heil frá áföllum. Kennd er aðferð til að forðast meðvirkni en byggja sig upp á heilbrigðan hátt. Kennd er slökunaröndun og fjallað um tengsl öndunar og tilfinninga. Afhentir lyklar til sjálfsuppbyggingar.
 Markmið: Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að þekkja aðferðir Baujunnar og geta nýtt þær við ráðgjöf og til eigin uppbyggingar. Þeir sem ætla sér að kenna Baujuna taka í framhaldi Ljósabaujuna.Sjá nánar: baujan.is
Vinnulag /Umfang : 10 klukkustunda námskeið sem deilist á tvo kennsludaga. Fyrirlestur, umræður og þjálfun. Miðað er við hámark 5 þátttakendur. Kaffiveitingar og Baujan, sjálfshjálparbók  fylgja.
Baujan er sjálfstyrking fyrir alla! Til að byggja sig upp eftir áfall, t.d. veikindi, skilnað, fíkn, einelti / ofbeldi, dauðsfall ástvinar, erfiðleika í fjölskyldu, skóla / starfi... Til að varast meðvirkni, þ.e. stjórnast ekki af líðan og hegðun annarra.Til að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar.   

Ummæli: „Með því að læra lyklana stjórna ég líðan minni og hegðun gagnvart öðrum og læt ekki stjórnast af öðru fólki. Ég nota lykla Baujunnar meðvitað alla daga og líður mikið betur.Tek ekki líðan annarra inn á mig. Ég mæli hiklaust með Baujunni, ég væri ekki í þeim sporum sem ég er í í dag ef ég hefði ekki lært hana. Er ákveðnari, læt heyra í mér ef mér mislíkar, stend með sjálfri mér og er ánægðari. Einföld en mjög góð tækni til að ná tökum á lífi sínu á allan hátt.“ Jenný Sigurðardóttir, deildarhjúkrunarfræðingur á Grund.

„Ef ég á að segja eitthvað í stuttu máli þá svínvirkar efnið."
                                                   Sigríður Bíldal, Námsráðgjafi Holtaskóla

 

 

Föstudagur, 1. október 2010 - 23:00