Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf verður haldin 23. maí nk. í húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Framvinda á starfsferli - stuðningur og hindranir er yfirskrift hátíðarinnar sem er haldin á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa. Nánari upplýsingar má nálgast hér. FNS hvetur félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í hátíðinni. 

 

 

Á aðalfundi FNS sem haldinn var 5. maí sl. var kosin ný stjórn fyrir tímabilið 2017-2018.

Frá vinstri Helga Lind Hjartardóttir, Systa Sigurðardóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Margrét Arnardóttir, Helga Tryggvadóttir, Svanhildur Svavarsdóttir og Hildur Katrín Rafnsdóttir

Aðalfundur FNS verður haldinn föstudaginn 5. maí nk. kl. 14.30 í sal Framvegis, Skeifunni 11b. Dagskrá fundarins hefur verið send út til félagsmanna í tölvupósti. Fyrirhugað er að senda fundinn út með Skype tengingu og eru þeir sem óska eftir slíku vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ingibjörgu Kristinsdóttur formann félagsins á netfangið ingibjorg.kristinsdottir@vmst.is. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar. Stjórnin vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

Vorfundur fræðslunefndar FNS verður haldinn þann 10. maí nk. kl. 15.30 í Sæmundarskóla. Hrönn Baldursdóttir kynnir verkefnið Styrkur og stefna í námi - hópráðgjöf með útivist. Fundurinn hefst á kynningu og að henni lokinni verður haldið út í vorið í endurnærandi göngu og jóga við Reynisvatn. Áætlað er að dagskráin taki u.þ.b. 2 klukkustundir. Boðið verður uppá létta hressing í boði félagsins. Fræðslunefndin hlakka til að sjá sem flesta.

Fræðslunefnd FNS stendur fyrir heimsókn í Ríkisútvarpið 5. apríl nk. kl. 15 að Efstaleiti 1. Sjá nánar hér

Skráning á viðburðinn fer fram á þessari vefslóð http://doodle.com/poll/2xknhi6spw2xus3f 

Með kveðju frá Fræðslunefnd FNS

Opinn ársfundur Félagsvísindastofnunar verður haldinn föstudaginn 24. febrúar kl. 8.30-10 á Litla torgi á Háskólatorgi. Að loknum hefðbundnum ársfundastörfum verður athyglinni beint að vinnuviðhorfum og vinnuaðstæðum á Íslandi árið 2016.

 

Fagráð grunn- og framhaldsskóla ráðgjafa standa að sameiginlegri fræðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa föstudaginn 10. febrúar nk. kl. 13.30-14.30 í húsnæði Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. 

Páll Ólafsson félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu mun fræða okkur um hlutverk barnaverndarstofu, tilkynningaskylduna og allt sem snýr að barnaverndarmálum.

 

FNS mun taka saman upplýsingar um opin hús framhaldsskólanna og birta í viðburðadagatali hér á síðunni.
Þeir sem óska eftir að koma upplýsingum á viðburðadagatalið geta sent póst á fns@fns.is

Hér má líta drög að dagskrá vorannar frá fræðslunefnd FNS. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Byrjun febrúar - Fræðslufundur/erindi
Byrjun mars - Fyrirtækjaheimsókn
16-18. mars - Stóra framhaldsskólakynningin
Apríl/maí - Vorfögnuður.

Pages