Út var að koma skýrsla um færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills). Skýrslan er hluti af Evrópuverkefninu CMS LEADER og má hana finna hér og einnig undir flipanum Um félagið - Skýrslur og ýmis gögn.

Á vef Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar er kynntur bæklingur sem gefinn hefur verið út á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. 

Heimasíða FNS hefur undanfarið tekið töluverðum breytingum. Unnið hefur verið að því að setja inn efni sem tengist félaginu og enn er unnið að endurbótum. Þeir félagsmenn sem luma á áhugaverðu efni eða hugmyndum sem gaman væri að birta á síðunni eru beðnir um að koma ábendingum þar um til vefstjóra FNS á netfangið vefstjori@fns.is 

Fræðslunefnd hefur sett saman áhugaverða dagskrá fyrir vorið. Á facebook síðu félagsins verða settar inn nánari upplýsingar um dagskrána.

4. febrúar - heimsókn/kynning í HR

11. mars - heimsókn/kynning til Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu

maí - vorferð (tímasetning og dagskrá auglýst síðar)

Föstudaginn 20. nóvember sl. boðaði fagráð grunnskólaráðgjafa til fræðslu- og spjallfundar í Laugalækjarskóla frá kl.14:00-15:30. Fulltrúar náms- og starfsráðgjafa í fagráði grunnskólaráðgjafa þetta starfsárið eru Helga Tryggvadóttir, Olga Sveinbjörnsdóttir og Þuríður L. Rósinbergsdóttir. Borist hafði beiðni til FNS um vettvang til að kynna hlutverk og verklagsreglur fagráðs eineltismála í grunnskólum sem starfrækt er á vegum Menntamálastofnunar.

Kæru náms- og starfsráðgjafar

Við í stjórn FNS óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um ánægjulegt og faglegt samstarf á nýju ári. Heimasíðan okkar hefur verið í endurnýjun og er smátt og smátt að taka á sig mynd. Það væri ánægjulegt að fá frá ykkur félagsmönnum ábendingar um áhugavert efni sem ætti heima á síðunni auk þess að fá sendar upplýsingar um viðburði, t.d. framhaldsskólakynningar, á netfangið vefstjori@fns.is. Viðburðir munu birtast í viðburðadagatali síðunnar. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar.

Fræðslunefnd hefur skipulagt heimsókn til Rannís sem hýsir Landskrifstofu Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB og Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa miðvikudaginn 9. desember kl 15-16:30. Á dagskrá er stutt kynning á heimasíðunni www.farabara.is og kynning á því ferli að fara í nám erlendis. Einnig verður kynning á styrkjum og tækifærum til faglegrar þróunar og samstarfs innan Evrópu fyrir náms- og starfsráðgjafa með Erasmus+.

Fundur á vegum fagráðs grunnskóla.  Föstudaginn 20. nóvember nk. kl.14-15:30 verður haldinn fundur í fagráði grunnskóla FNS í Laugalækjaskóli. Fundarefni er kynning frá fagráði eineltismála.

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar, Félag náms- og starfsráðgjafa, Norræna tengslanetið um menntun fullorðinna og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins héldu ráðstefnu með yfirskriftinni Færni til framtíðar - mótun starfsferils föstudaginn 30. nóvember sl. og var hún hlut af árlegum degi náms- og starfsráðgjafar.

Frá árinu 2006 hefur það tíðkast að stjórn FNS veiti heiðursviðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. Óskað er eftir tilnefningum til  félagsmanna varðandi hverja þeir telja hafa lagt eitthvað sérstakt til málanna eða unnið að verkefni sem hefur markað spor í náms- og starfsráðgjöf. Þetta árið líkt og önnur bárust áhugaverðar tilnefningar og vitum við öll að margir félagsmenn eru verðugir þessarar viðurkenningar.

Pages