Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn föstudaginn 29. apríl kl. 15 í húsnæði Mímis - Símenntunar, Öldugötu 23. Fyrirhugað er að senda fundinn út með Skype og eru þeir sem eftir því óska vinsamlega beðnir um að hafa samband við undirritaða.

Fulltrúi norræns samstarfs, Margrét Björk Arnardóttir, sótti aðalfund NFSY í apríl 2016. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í ferjunni Viking Grace sem siglir á milli Stokkhólms og Turku í Finnlandi. Á fundinum voru fulltrúar norrænu landanna að undanskildum fulltrúum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Föstudaginn 11. mars sl. buðu náms- og starfsráðgjafar hjá Vinnumálastofun í heimsókn. Mætingin var gríðarlega góð og greinilega er eftirspurn innan okkar raða eftir því að við kynnum og kynnumst því fjölbreytta og mikilvæga starfi sem við sinnum vítt og breytt í samfélaginu.

Fréttamola stjórnar FNS frá stjórnarfundi sem haldinn var í mars sl. má finna hér. Þar er m.a. sagt frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina, áhugaverðri ráðstefnu í Madrid og fyrirhuguðum fundi norrænu náms- og starfsráðgjafasamtakanna. 

Félagið vill vekja athylgi félagsmanna á áhugaverðri ráðstefnu á vegum IAEVG sem fram fer í Madrid dagana 15.-18. nóvember 2016. Heiti ráðstefnunnar er: Promoting Equity through Guidance: Reflection, Action, Impact.  Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.  

Föstudaginn 11. mars nk. kl. 14.30 stendur fræðslunefnd FNS fyrir heimsókn í Vinnumálastofnun, Kringlunni 1. 

Auglýsingu frá fræðslunefnd má lesa inni í fréttinni.

 

 

 

Stjórn FNS hefur sett saman fréttamola sem inniheldur upplýsingar frá síðasta stjórnarfundi. Þetta höfum við hugsað okkur að gera reglulega. Til að lesa meira skaltu smella á skjalið inni í fréttinni.  

 

Út var að koma skýrsla um færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills). Skýrslan er hluti af Evrópuverkefninu CMS LEADER og má hana finna hér og einnig undir flipanum Um félagið - Skýrslur og ýmis gögn.

Á vef Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar er kynntur bæklingur sem gefinn hefur verið út á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. 

Heimasíða FNS hefur undanfarið tekið töluverðum breytingum. Unnið hefur verið að því að setja inn efni sem tengist félaginu og enn er unnið að endurbótum. Þeir félagsmenn sem luma á áhugaverðu efni eða hugmyndum sem gaman væri að birta á síðunni eru beðnir um að koma ábendingum þar um til vefstjóra FNS á netfangið vefstjori@fns.is 

Pages