Fræðslufundir FNS verða á næstunni með nýju sniði og byggjast í meira mæli á  vinnustaðaheimsóknum. Við munum fræðast um starfsemi vinnustaðanna, störf sem þar eru unnin og hvaða námsleiðir eru gagnlegar fyrir þau störf.

Yfirskrift dagskrár í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8.mars, er Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?

Anna Lóa Ólafsdóttir náms og starfsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum var gestur útvarpsþáttarins Okkar á milli þriðjudaginn 19. febrúar. Þar segir hún frá stöðunni á vinnumarkaði á Suðurnesjum og hvað verið er að gera til að sporna gegn atvinnuleysi.

Ákveðið hefur verið að hrinda af stað kynningarátaki í starfsmenntun sem lið í átaki ríkisstjórnarinnar Nám er vinnandi vegur á árinu 2013. Átakið byggir á skýrslunni Kynning á starfsmenntun sem var unnin fyrir Mennta-og menningarmálaráðuneytið 2012.

Jónína Snorradóttir meistaranemi í verkefnastjórnun í HR er ásamt fimm öðrum í verkefnahópi. Hópurinn ætlar að gera fræðslumynd um geðsjúkdóma ungs fólks og hefur það fengið nafnið "Geðsjúkdómar fyrir framhaldsskólanemendur“.

Heimsókn í Menntaskólann í Reykjavík.

Gleðilegt nýtt ár náms- og starfsráðgjafar! 

Jólafundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn fimmtudaginn 6. desember frá kl. 15 til 17, í húsnæði Mímis- símenntunar, Öldugötu 23, Reykjavík (rétt við Landakotsspítala).

Út er komin afar áhugaverð skýrsla um samþættingu mennta- og atvinnumála. Starfshópurinn sem skýrsluna vann var skipaður fulltrúum úr skólasamfélaginu, ráðuneytum og samtökum atvinnurekenda og launamanna.

Pages