Dagur náms- og starfsráðgjafar 2012

Í ár hlaut Ólafur Haraldsson náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautarskóla Vesturlands viðurkenningu félagsins fyrir störf  í þágu náms- og starfsráðgjafar.

Fimmtudaginn 25. október opnaði í Hönnunarsafni Íslands yfirlitssýning á verkum Gísla B.

Dagur náms- og starfsráðgjafar var haldinn með pompi og prakt þann 26. október. Nánar verður um hann fjallað síðar en myndir, sem Ágústa Björnsdóttir tók, eru nú aðgengilegar í myndaalbúmi.

Það hefur lengi verið í umræðunni að náms- og starfsráðgjafar á Suðurlandi hittist og ræði málin. Það átti því vel við að 22.október varð fyrir valinu en 20. október er dagur náms-og starfsráðgjafa á Íslandi.

Fundur norrænna náms- og starfsráðgjafa var haldinn í University of Applied Labour Studies í Mannheim þann 4. október síðastliðinn.

Dagur náms- og starfsráðgjafar er nú haldinn í sjöunda sinn og verður af því tilefni blásið til stefnumótunar þar sem starfið okkar og hlutverk verður í brennidepli.

Líkt og margir sjálfsagt vita hefur SÆNS tekið þátt í starfi ELGPN (European lifelong guidance policy network) sem er samstarfsnet fjölda Evrópulanda um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf.

Í tilefni af efni dagskrár á degi náms- og starfsráðgjafar næstkomandi föstudag er athygli vakin á sjöunda alþjóðlega málþingi um starfsferilsþróun og stefnumótun (International Symposium on Career Development and Public Policy) sem fram fer næsta vor í Helsinki. Aðstandendur málþingsins voru fyrst OECD löndin en fleiri lönd hafa bæst í hópinn.

Stefnumótunin er hugsuð sem tækifæri fyrir okkur öll til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri  fyrir stéttina í heild sinni en núna er einmitt tækifæri til að taka höndum saman og fylgja eftir könnuninni sem gerð var í vor.
 

Pages