Upplýsingar um opnu hús framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu nú á vormánuðum má finna HÉR í einu skjali.
Ennfremur er búið að setja opnu húsin inn í viðburðadagatal hér á síðunni
Gleðilegt ár
Minnum ykkur á að hér á síðunni er að finna ýmsilegt hagnýtt efni eins og t.d. kynningarefnið okkar, glærur með kynningum á framhaldsskólunum og margt fleira.
Ef þið hafi einhvert efni eða fréttir sem ykkur finnst að ættu heima hér á heimasíðunni þá endilega sendið póst á vefstjori@fns.is
Málþing námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands fer fram 19. febrúar n.k. frá kl. 13-16 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Margrét Arnardóttir skrifaði áhugaverða grein um norrænt og alþjóðlegt samstarf náms- og starfsráðgjafa. Í greininni er skýrt frá tengingum milli okkar í FNS við NFSY og IAEVG og sagt frá því helsta sem NFSY vinnur að á starfsárinu. Greinina má finna HÉR
Dr. María Dóra Björnsdóttir fékk viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa fyrir vel unnin störf í þágu stéttarinnar.
Viðurkenningin var veitt af Helgu Tryggvadóttur formanni FNS á Degi náms- og starfsráðgjafar sem haldinn var hátíðlegur á Hótel Natura 9. nóvember 2018
Stór hópur náms- og starfsráðgjafa fór á ráðstefnu IAEVG í Gautaborg í október.
Þetta var einstaklega vel heppnuð ráðstefna og gullið tækifæri til endurmenntunnar sem og tengslamyndunnar. Hér má finna fréttabréf nóvembermánaðar frá IAEVG þar sem ráðstefnunni eru m.a. gerð skil
Myndir frá ferðinni má finna m.a. á #fnsiceland og #iaevg2018
Starfið í FNS er að fara á fulla ferð eftir sumarið og vonum við að veturinn verði viðburðaríkur, skemmtilegur og árangursríkur fyrir félagið okkar. Hér er að finna fyrsta fréttabréf starfsársins frá stjórn FNS.