Fagráð grunn- og framhaldsskóla ráðgjafa standa að sameiginlegri fræðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa föstudaginn 10. febrúar nk. kl. 13.30-14.30 í húsnæði Barnaverndarstofu, Borgartúni 21.
Páll Ólafsson félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu mun fræða okkur um hlutverk barnaverndarstofu, tilkynningaskylduna og allt sem snýr að barnaverndarmálum.