Aðalfundur FNS var haldinn þann 17.4. síðastliðinn. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársskýrslu FNS ásamt fundargerð má finna hér á vefnum. Ingibjörg Kristinsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Ég óska Ingibjörgu innilega til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi. Ingibjörg hefur bæði setið í stjórn FNS og fræðslunefnd og er því öllum hnútum kunn hjá félaginu. Ég hef mikla trú á því að þessi kjarnakona eigi eftir að standa sig með prýði í formannsstólnum. Félagsmönnum öllum, ekki síst þeim er setið hafa í stjórn og nefndum, vil ég þakka kærlega samstarfið sl. tvö ár.

Rafiðnaðarsambandið hefur sett fræðslu- og kynningarefni sitt upp á nýjan og mjög áhugaverðan hátt.

Nú styttist í aðalfund félagsins og því lausar ýmsar áhugaverðar stöður í stjórn, ráð og nefndir FNS. Rétt er að hvetja áhugasama til að gefa kost á sér til starfa með því að senda línu á uppstillingarnefnd:

Þann 26. mars héldu náms- og starfsráðgjafar í atvinnulífinu fræðslufund. Fundurinn var haldinn í hjá Iðunni fræðslusetri að Vatnagörðum 20. Á dagskrá voru tvö erindi.

Á haustmisseri var í boði fyrir náms- og starfsráðgjafa, námskeið um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf.

Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram.

Þriðjudaginn 17. febrúar boðaði fagráð grunnskólaráðgjafa til fræðslu- og spjallfundar í Valhúsaskóla. Á fundinum kynnti Helga Tryggvadóttir verkefni sem tengist stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á náms- og starfsfræðslu.                            

Háskóli Íslands bauð náms- og starfsráðgjöfum í framhaldsskólum, þekkingarsetrum og símenntunarmiðstöðvum til fundar föstudaginn 6. febrúar. Um 50 ráðgjafar þekktust boðið en alls má reikna með að um 70 manns hafi sótt kynninguna.

 

Í Fréttablaðinu fimmtudag 5. febrúar, er prýðileg grein eftir þær Sigríði Bílddal og Rannveigu Óladóttur. Greininni er síðan fylgt eftir með áhugaverðri frétt um ráðgjöf í grunnskólum.

Stór framhaldsskólakynning fór fram samhliða Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi 6.-8. mars síðastliðinn.

Pages