Fræðsludagskrá FNS haustið 2009

Nám í náms- og starfsráðgjöf - breytt námsskipan, á fundinum mun Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsrágjafi, fulltrúi FNS í vinnuhópi um eflingu starfsþjálfunar kynna þær breytingar sem fram koma í áfangaskýrslu um endurskoðun námsins. Að kynningu lokinni verða umræður um málefnið.

Þann 20. október verður haldið upp á Dag náms- og starfsráðgjafar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar en fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu.

Þann 19. nóvember á milli klukkan 14.30-16.00 verður fræðslufundur um ADHD. Þar mun Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna, kynna samtökin og Sigrún Harðardóttir, náms- og starfsráðgjafi, segir frá bók sinni og Tinnu Halldórsdóttur; Hámarksárangur í námi með ADHD. Einnig mun Sigrún segja frá starfi sínu í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Staðsetning fundar verður auglýst síðar.

Þann 4. desember verður hinn árlegi jólafundur FNS. Nánari upplýsingar um fundinn verða veittar síðar.

Tökum strax þessa daga frá og fjölmennum á fundi á vegum félagsins

Föstudagur, 18. september 2009 - 12:00