Fræðslufundur FNS

Fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 14:30-16:00 verður fræðslufundur fyrir félagsmenn FNS um ADHD. Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna kynnir samtökin. Jafnframt segir Sigrún Harðardóttir náms- og starfsráðgjafi frá bók sinni og Tinnu Halldórsdóttur; Hámarksárangur í námi með ADHD. Sigrún mun einnig segja frá starfi sínu í Menntaskólanum á Egilstöðum.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Mímis símenntunar, Skeifunni 8, 2. hæð í stofu 3.

Miðvikudagur, 4. nóvember 2009 - 15:45