Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á tvær nýjar námsleiðir

Starfsmennt býður upp á tvær nýjar spennandi námsleiðir á nýju ári sem ætlað er að koma til móts við breytingar í starfsumhverfi og á störfum fólks. Í náminu er lögð áhersla á þátttöku starfsmanna í að þróa, breyta og skapa nýtt vinnulag með því að auka þekkingu og efla stjórnunar- og skipulagshæfni. Að námi loknu verða þátttakendur annarsvegar dyggir talsmenn náms á vinnustað eða hinsvegar öflugir liðsmenn stjórnenda sem kunna vel til verka.

Föstudagur, 1. október 2010 - 22:00