Fundur á vegum fagráðs grunnskóla

Föstudaginn 20. nóvember sl. boðaði fagráð grunnskólaráðgjafa til fræðslu- og spjallfundar í Laugalækjarskóla frá kl.14:00-15:30. Fulltrúar náms- og starfsráðgjafa í fagráði grunnskólaráðgjafa þetta starfsárið eru Helga Tryggvadóttir, Olga Sveinbjörnsdóttir og Þuríður L. Rósinbergsdóttir. Borist hafði beiðni til FNS um vettvang til að kynna hlutverk og verklagsreglur fagráðs eineltismála í grunnskólum sem starfrækt er á vegum Menntamálastofnunar.

Það var ánægjulegt hversu vel var mætt á fundinn sem var bæði mjög upplýsandi og fróðlegur. Þau sem mættu fyrir hönd fagráðs eineltismála í grunnskólum voru Páll Ólafsson, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Erla Ósk Guðjónsdóttir. Þökkum við þeim fyrir þeirra áhugaverða innlegg. 

Fagráð Grunnskólaráðgjafa

Þriðjudagur, 12. janúar 2016 - 9:00