Gleðilegt nýtt ár

Kæru náms- og starfsráðgjafar

Við í stjórn FNS óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um ánægjulegt og faglegt samstarf á nýju ári. Heimasíðan okkar hefur verið í endurnýjun og er smátt og smátt að taka á sig mynd. Það væri ánægjulegt að fá frá ykkur félagsmönnum ábendingar um áhugavert efni sem ætti heima á síðunni auk þess að fá sendar upplýsingar um viðburði, t.d. framhaldsskólakynningar, á netfangið vefstjori@fns.is. Viðburðir munu birtast í viðburðadagatali síðunnar. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar.

Bestu kveðjur f.h. stjórnar FNS

Margrét Arnardóttir

 

Mánudagur, 11. janúar 2016 - 19:15