Heimboð MR

Starfandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, Linda Rós, bauð náms- og starfsráðgjöfum grunnskólanna til kynningar á MR fimmtudaginn 11. október.  Prýðilega var mætt og spunnust þar gagnlegar umræður í bland við góða kynningu rektors á starfsháttum hinnar gamalgrónu menntastofnunar. Ekki er vafi á að grunnskólaráðgjafarnir urðu margs vísari, til dæmis að vissulega sé í boði félagsfræðabraut innan MR, þó öðru sé oft haldið fram. Hún heitir bara annað!

Líkt og undanfarin ár mun MR bjóða upp á kynningu á skólanum fyrir nemendur og foreldra sex þriðjudaga þegar líður að vori. Heimboð MR var til mikillar fyrirmyndar og mjög þakkarvert.

Fimmtudagur, 11. október 2012 - 10:00