Heimsókn í Rannís

Fræðslunefnd hefur skipulagt heimsókn til Rannís sem hýsir Landskrifstofu Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB og Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa miðvikudaginn 9. desember kl 15-16:30. Á dagskrá er stutt kynning á heimasíðunni www.farabara.is og kynning á því ferli að fara í nám erlendis. Einnig verður kynning á styrkjum og tækifærum til faglegrar þróunar og samstarfs innan Evrópu fyrir náms- og starfsráðgjafa með Erasmus+.

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár og svo er upplagt að skella sér saman á Happy Hour á Nordica eftir kynninguna. Skráning fer fram hér

Fræðslunefndin

 

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 - 15:00