Nám í náms- og starfsráðgjöf - breytt námsskipan

Fyrsti fræðslufundur vetrarins á vegum fræðslunefndar FNS verður haldinn mánudaginn 28. september í Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3, í fundarsal vil hliðina á veitingasölu á 2. hæð.

Fundurinn ber yfirskriftina Nám í náms- og starfsráðgjöf - breytt námsskipan, á fundinum mun Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsrágjafi, fulltrúi FNS í vinnuhópi um eflingu starfsþjálfunar kynna þær breytingar sem fram koma í áfangaskýrslu um endurskoðun námsins. Að kynningu lokinni verða umræður um málefnið.

Fjölmennum á fundinn og fylgjumst með hvað er að gerast í málefnum stéttarinnar.

Miðvikudagur, 23. september 2009 - 11:45