Námskeið um þróun og notkun Bendils

Bendill er áhugasviðsmats og upplýsingakerfi sem þróað er frá grunni hérlendis.
Um tvær áhugakannanir er að ræða Bendil‐I sem ætluð er nemendum í efsta
bekk grunnskólans og Bendil‐II sem ætluð er ungu fólki á framhaldsskólaaldri
(sjá nánar á
www.bendill.is ).
Réttindanámskeið verður haldið:
mánudaginn 27. september 2010 kl 8:30 ‐ 12:00
Námsmatsstofnun hýsir Bendil og þjónustar notendur.
Næsta námskeið er fyrirhugað byrjun
árs 2011.
Menntun á sviði náms‐ og starfsráðgjafar og námskeið um þróun og notkun
Bendils er forsenda þess að hægt sé að tryggja að könnunin sé notuð á þann
hátt að hún gagnist ungu fólki sem best við val á námi og/eða störfum. Því geta
aðeins menntaðir náms‐ og starfsráðgjafar sem hafa sótt námskeið og fengið
handleiðslu í notkun Bendils lagt könnunina fyrir og túlkað niðurstöður í
ráðgjöf.
Námsmatsstofnun
Bendill

Mánudagur, 30. ágúst 2010 - 22:30