Námsstefnan Helhedsorienteret uddannelsespolitik

Miðvikudaginn 23. september var haldinn hérlendis námsstefna undir yfirskriftinni Helhedsorienteret uddannelsespolitik. Námsstefnan sem haldin var á Grand hótel í Reykjavík var formennskuráðstefna Íslands í norrænu samstarfi á vegum menntamálaráðuneytisins. Ísland mun hafa formennsku í norrænu samstarfi til næstu áramóta.

Námsstefnan hófst með ávarpi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur sjá ræðuna í heild á vef menntamálaráðuneytisins hér

Í lok ræðu sinnar segir Katrín Nordisk samarbejde bidrager til kulturel mangfoldighed og dialog, det øger synergieffekten af det vi er bedst til, og fremmer samhørighed mellem de nordiske broderfolk. Vi kan være stolte af at tilhøre den del af verden, der er førende når det gælder uddannelse af børn og unge. Vi har meget at formidle til omverden, og derfor er der anledning for os alle sammen at tænke over hvad der forener og hvor meget styrke vi kan hente hos hinanden på dette område.

Námsstefnunni var stjórnað af Anne Louise Schantz og Steen Elsborg sem nýttu vel það form á námsstefnu sem þessari þar sem áhersla er lögð á samræðu fundarmanna og því að þáttakendur á námsstefnunni geti komið skoðunum sínum á framfæri.

Lars Qvortrum og Hans Siggaard Jensen frá Danmarks Pædegogiske Universitetsskole við Århus Universitet ræddu um og svöruðu því hvernig best væri að koma til móts við þær kröfur sem nútímasamfélag gerir til einstaklingsins og ræddu það helst út frá þeim færniþáttum sem OECD hefur komið sér saman um að séu mikilvægir hverjum og einum. Sjá hér 

Lars og Hans ræddu um mikilvægi þess að hver og einn ætti að bera ábyrgð á sér en að samfella ætti að vera í námi frá leikskóla og í gegn um allt skólakerfið. Í máli þeirra kom einnig fram að nú væri farið að skoða það hvað vel væri gert og hvort greina mætti hvers vegna niðurstöður alþjóðlegra kannanna kæmu betur út hjá sumum þjóðum en öðrum. Niðurstöður þeirra voru að því betur sem fagstétt er menntuð til að takast á við starf þeim mun meiri líkur eru á góðum niðurstöðum. Virðing fyrir fagstéttum væri líka eitt af því sem virtist skila betri árangri. Á námsstefnunni kom einnig fram að niðurstöður mælinga segðu ekki allt og að líðan nemenda væri t.d. ekki mæld með sama hætti og árangur. Menningarmunur þjóða kom berlega í ljós við skoðun á niðurfellingu kennslustunda í Finnlandi og í Danmörku þar sem hlutfallið sláandi miklu hærra í Danmörku og er hluti af þeirri skýringu að kennarar eru oft uppteknir í foreldraviðtölum og fellur því kennsla niður. Sýnd voru dæmi um samfellu í námi allt frá leikskóla upp á háskólastig auk þess sem rætt var um að nám færi einnig fram á vinnustöðum eftir að úr skóla væri komið. Niðurstöður voru þær að samvinna og liðsheild með heildaryfirsýn og frumkvæði að leiðarljósi væri það námsfyrirkomulag sem æskilegast væri að stefna að og því að líta bæri á menntun sem fjárfestingu til framtíðar.

Undirrituð tók eftir hádegi þátt í samræðum í hópi sem fjallaði um hverjir yrðu ráðgjafar framtíðarinnar og hvernig skyldi vinna með náms- og starfsráðgjöf í framtíðinni. Niðurstöður umræðnanna voru þær helstar að á Norðurlöndum skortir enn sameiginlega skilgreiningu á því hvað náms- og starfsráðgjöf er og aðgengi almennings að náms- og starfsráðgjöf sé nægilegt því þar er ekki kynnt hvers vænta má af ráðgjöfinni. Einnig var rætt um mismunandi menntun starfsstéttarinnar og nauðsyn þess að kynna fagstéttina betur.

Í lok ráðstefnudags ræddi Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hvernig nota mætti niðurstöður námsstefnunnar þegar heim væri komið og aftur inn í skólastofuna. Jón nefndi að lengi hefðu verið mismunandi skoðanir á kennslumálum en að mismunandi skoðanir væru af hinu góða og kæmu oft róti á veruleikann sem væru forsendur breytinga.

Dagskrá ráðstefnunnar

 

Fimmtudagur, 1. október 2009 - 12:00