Notalegur jólafundur

Síðastliðinn þriðjudag, 6. desember, áttum við notalega jólastund saman í húsi Mímis við Öldugötu. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir heimsótti okkur og sagði frá og las upp úr bókinni Samskiptaboðorðin. Síðan var spjallað yfir jólaglöggi/heitu súkkulaði, konfekti og smákökum.

Við þökkum starfsfólki Mímis fyrir lánið á húsnæðinu og Aðalbjörgu fyrir áhugaverða frásögn.

Fræðslunefndin sendir hugheilar jóla- og nýársóskir

og þakkar fyrir samveruna og samstarfið á árinu.

 

Fimmtudagur, 15. desember 2016 - 15:30