Ráðstefna um raunfærnimat

Föstudaginn 3. september n.k. verður haldin ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík á vegum Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og henni lýkur kl. 16:00.  Áhersla verður á að kynna stöðuna í raunfærnimati á Norðurlöndunum og hvernig staðið er að raunfærnimati á sviðum sem við höfum ekki hafið raunfærnimat í hér á landi.  Dagskrá ráðstefnunnar er í viðhengi. Þátttaka er ókeypis.

Fimmtudagur, 26. ágúst 2010 - 19:30