Sjöunda alþjóðlega málþing um starfsferilþróun og stefnumótun

Í tilefni af efni dagskrár á degi náms- og starfsráðgjafar næstkomandi föstudag er athygli vakin á sjöunda alþjóðlega málþingi um starfsferilsþróun og stefnumótun (International Symposium on Career Development and Public Policy) sem fram fer næsta vor í Helsinki. Aðstandendur málþingsins voru fyrst OECD löndin en fleiri lönd hafa bæst í hópinn. Síðasta málþing fór fram í Búdapest árið 2011 en það sóttu 127 fulltrúar frá 31 landi og átti Ísland áheyrnarfulltrúa á þinginu í fyrsta sinn. Það var Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms– og starfsráðgjöf sem tók þátt fyrir Íslands hönd. Markmið málþinganna hafa verið að efla  samræður og tengsl milli stefnumótenda í náms– og starfsráðgjöf á sviði menntunar, atvinnulífs, hagþróunar og félagslegrar samlögunar. Það væri mjög mikilvægt að Ísland hafi tök á að senda fullmannað teymi, 2-4 fulltrúa, á ráðstefnuna og kynna stefnu Íslands í málaflokknum ásamt því að læra af öðrum. Skýrslu um málþingið í Búdapest og almennar upplýsingar má sjá hér

Miðvikudagur, 24. október 2012 - 10:15