Skýrsla um heildstætt MA-nám í náms- og starfsráðgjöf

Endurskoðun námsins í náms- og starfsráðgjöf tekur gildi háskólaárið 2010-2011

Fram til ársins 2004 var nám til náms- og starfsráðgjöf eins árs diplómanám á framhaldsstigi, en frá þeim tíma hefur verið boðið upp á eins árs viðbótarnám ofan á diplómanámið til MA-prófs. Miklar breytingar hafa átt sér stað á starfsvettvangi náms- og starfsráðgjafa. Sú þjónusta sem þeir veita er fjölbreyttari en áður og nær til fleiri aldurshópa. Í ljósi þessa og stefnu stjórnvalda og Evrópusambandsins um ráðgjöf og breytingar á námi á háskólastigi var mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun náms í náms- og starfsráðgjöf. Nýsamþykkt lög um lögverndun starfsheitis náms og starfsráðgjafa (Lög nr. 35/2009) ýta enn frekar undir að námsbrautin bregðist við og leggi sitt af mörkum til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita.  Komið hefur út áfangaskýrsla þar sem vinnu við endurskoðun námsins er lýst, fjallað um forsendur breytinga og ný námsskipan kynnt.  

Skýrslan er birt hér á síðunni.

 

Föstudagur, 10. september 2010 - 19:45