Til hamingju með daginn

Kæru náms- og starfsráðgjafar, 

Innilega til hamingju með Dag náms- og starfsráðgjafar. 

Það eru 10 ár síðan stofnað var til Dagsins en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita. 

Höldum áfram að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samfélagsmiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar. 

Í tilefni dagsins sendi stjórn FNS frá sér grein sem birtist á Vísi í dag: http://www.visir.is/vondud-stefnumotun-grunnforsenda-markvissrar-thjonustu-nams--og-starfsradgjafa/article/2016161018517

Við hvetjum ykkur til að setja inn stöðufærslu á samskiptamiðla, setja inn heilræðaspjöld sem finna má hér á síðunni og deila fréttinni sem er á Vísi. 

Við minnum á að föstudaginn 4. nóvember höldum við Dag náms- og starfsráðgjafar hátíðlegan á Hótel Natura. 

Dagskrá verður send út fyrir helgi en við lofum ykkur góðri afmælisveislu í tilefni 35 ára afmælis FNS og 10 ára afmælis Dags náms- og starfsráðgjafar.   

Kærar kveðjur, 

fyrir hönd Félags náms- og starfsráðgjafa 

Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður 

Fimmtudagur, 20. október 2016 - 10:30