
Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf verður haldin 23. maí nk. í húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Framvinda á starfsferli - stuðningur og hindranir er yfirskrift hátíðarinnar sem er haldin á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa. Nánari upplýsingar má nálgast hér. FNS hvetur félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í hátíðinni.
Fimmtudagur, 18. maí 2017 - 9:30