Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf

Þriðjudaginn 14. september nk. kl. 13-16 verður haldin uppskeruhátíð námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands þar sem meistaranemar kynna niðurstöður lokaritgerða sinna. Hátíðin er samstarfsverkefni námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa.

 

Rannsóknir nemenda og kennara við námsbrautina leika lykilhlutverk í eflingu þekkingargrunns greinarinnar og styrkja náms- og starfsráðgjafa í faglegu starfi. Nýbakaðir meistarar leggja þar að auki íslensku samfélagi lið með rannsóknum sínum og aukinni þekkingu á þörfum fólks og því sem gagnast best við náms- og starfsráðgjöf. Uppskeruhátíðin er því tilvalin fyrir starfandi og verðandi náms- og starfsráðgjafa, sem og aðra áhugasama til að kynna sér nýjustu rannsóknir á sviðinu og auka þannig við sína eigin þekkingu.

 

Uppskeruhátíðin fer fram í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands við Dunhaga, og er öllum opin.

Mánudagur, 30. ágúst 2010 - 19:30