Uppskeruhátíð nema í náms- og starfsráðgjöf

Stuðningur við starfsþróun ævina alla er yfirskrift Uppskeruhátíðar meistaranema í náms- og starfsgjöf 2018 sem haldin er á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ og Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS).
Hátíðin verður haldin þriðjudaginn 17. apríl kl. 13:00 - 16:10 í Veröld, húsi Vigdísar, stofum 107 og 8.
Málstofurnar verða tvær og verður þeim streymt til þeirra sem eiga ekki heimangengt. Sjá nánar hér

 

 

Þriðjudagur, 10. apríl 2018 - 17:30